Reynir Jónsson hjá Fjallasporti

Reynir Jónsson hjá Fjallasporti

Kaupa Í körfu

Dick Cepek-dekkjaframleiðandinn hefur verið leiðandi með mesta úrvalið í jeppadekkjum á síðustu árum. Þeir bjóða uppá mesta úrvalið í dekkjastærðum allra framleiðanda eða frá 30 dekkjum til allt að 44 dekkja og allt þar á milli. Það er margt að breytast í jeppaframleiðslu í heiminum og því ákváðu þeir hjá Dick Cepek að fylgja eftir þessari þróun og koma með nýtt dekk. Þeir kalla þetta dekk Radial FC-II. Mynstrið þróuðu þeir úr sínum mynstrum sem fyrir voru, eða AS, MC-II og hinu vinsæla Fun-Country. Nýja dekkið, Radial FC-II, er framleitt eftir nýjustu tækni. Við hönnun þess var leitast við að vatn, drulla og snjór ættu sem greiðasta leið út úr dekkinu en um leið reynt að hámarka gripið við sem flestar aðstæður. Radial FC-II dekkið er skilgreint sem heilsársdekk. MYNDATEXTI: Reynir Jónsson hjá Fjallasporti við nýju dekkin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar