Skipshundurinn Moli

Hafþór Hreiðarsson

Skipshundurinn Moli

Kaupa Í körfu

AÐKOMUBÁTAR sem stunda úthafsrækjuveiðar úti fyrir Norðausturlandi hafa verið tíðir gestir í Húsavíkurhöfn að undanförnu. Eru þeir ýmist að landa afla sínum sem er unninn hjá rækjuverksmiðju Fiskiðjusamlags Húsavíkur eða keyrður burtu til vinnslu annars staðar, eða þá að þeir eru að sækja þjónustu varðandi veiðarfæri sín eða annan útbúnað. Snæbjörg ÍS 43 er einn þessara báta og meðal skipverja þar um borð er skipshundurinn Moli. MYNDATEXTI. Moli virðir fyrir sér forvitna ljósmyndara á bryggjunni á Húsavík þar sem hann stendur í stafni Snæbjargar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar