Unglingar í Íslandsferð

Arnaldur

Unglingar í Íslandsferð

Kaupa Í körfu

TÓLF ungmenni frá jafnmörgum Evrópulöndum hafa dvalið á Íslandi síðastliðna tíu daga í boði Rótarýhreyfingarinnar. Unglingarnir, sem eru á aldrinum 16 til 18 ára, hafa ferðast vítt og breitt um Suður- og Vesturland og skoðað ýmsa markverða staði. Þau skemmtu sér að sögn konunglega og voru áhugasöm um að heimsækja landið aftur í framtíðinni.Jón Ásgeir Jónsson, formaður æskulýðshreyfingar Rótarý, segir að sumarbúðir og skiptinemadvöl fyrir ungmenni hafi verið liður í starfssemi samtakanna um árabil. Íslenskum ungmennum hafi þannig lengi staðið til boða að dvelja víðsvegar um heiminn á vegum Rótarý, bæði sem heilsárs skiptinemar og eins að fara í styttri ferðir. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar