Þórsarar koma frá Gautaborg

Kristján Kristjánsson

Þórsarar koma frá Gautaborg

Kaupa Í körfu

ÞEIR voru þreyttir en ánægðir knattspyrnukapparnir úr Þór sem komu heim til Akureyrar um kl. hálf fimm í gærmorgun, eftir langt og strangt ferðalag frá Gautaborg í Svíþjóð. Þór sendi fríðan flokk á Gothia Cup, eitt stærsta knattspyrnumót heims, þrjú lið í 4. flokki pilta og eitt lið í 3. flokki kvenna og náðist ágætis árangur á mótinu. Að sögn Jónasar L. Sigursteinssonar þjálfara kvennaliðsins tókst framkvæmd mótsins með miklum ágætum og ríkti mikil gleði í akureyrska hópnum. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar