Atvinnuátak í Grindavík

Helgi Bjarnason

Atvinnuátak í Grindavík

Kaupa Í körfu

"ÉG hef alltaf verið með örugga vinnu á sumrin, þar til í ár. Það var því fínt að fá vinnu hjá bænum," sagði Helgi Már Helgason, flokksstjóri í bæjarvinnunni hjá Grindavíkurbæ. Hann var ásamt félögum sínum að skrapa málningu af leikskólanum við Dalbraut og búa sig undir að mála hann. Vegna breytinga hjá atvinnufyrirtækjunum í Grindavík kom upp sú staða í vor að erfitt var fyrir nemendur á framhaldsskólaaldri að fá sumarvinnu. Brást bæjarstjórn Grindavíkur við því með því að efna til sérstaks atvinnuátaks og hafa tíu ungmenni unnið í sumar við fegrun umhverfisins. MYNDATEXTI. Fimm frískir skrapa málningu af leikskólanum við Dalbraut.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar