Þjórsárbrú í smíðum

Arnaldur Halldórsson Sími 893-1353

Þjórsárbrú í smíðum

Kaupa Í körfu

FRAMKVÆMDIR við nýja brú yfir Þjórsá ganga vel, en áætlað er að brúin verði vígð í haust. Bogar brúarinnar eru komnir á sinn stað, og undirbúningur fyrir lagningu vegarins í fullum gangi. Nýja brúin verður 700 metrum neðar í ánni en sú gamla, og er um 170 metra löng. Báðar munu standa um ókomin ár, sú eldri fyrir hjólreiðafólk og hestamenn. Vélsmiðjan Normi úr Vogum á Vatnsleysuströnd sér um framkvæmdir á staðnum. Brúin er hönnuð af brúardeild Vegagerðarinnar, og á að standa af sér stóran jarðskjálfta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar