Skordýrarannsóknir

Atli Vigfússon

Skordýrarannsóknir

Kaupa Í körfu

Mikið er um mýflugu í skordýragildrunum á bökkum Laxár í Aðaldal FLUGUGILDRUR eru á nokkrum stöðum við Laxá í Aðaldal í sumar og er uppsetning þeirra liður í vöktun svæðisins. Það er Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn sem hefur það hlutverk að fylgjast með lífríkinu og sér um gildrurnar og fylgist þannig með mýflugunum og fleiri skordýrum. Flugugildrur þessar eru tæmdar reglulega yfir sumarið en í þeim er geymsluvökvi sem flugurnar varðveitast í eftir að hafa lent í þeim og þangað til þær eru tæmdar. Góð veiði hefur verið í gildrurnar neðst í ánni undanfarið og þegar Þorkell Lindberg Þórarinsson líffræðingur tæmdi gildruna við Mýrarvatn í vikunni var af nógu að taka enda hefur mýflugnafánan þar verið blómleg í sumar. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar