Gróa og Guðný Grímsdætur á Ketilvöllum

Kári Jónsson, Laugarvatni

Gróa og Guðný Grímsdætur á Ketilvöllum

Kaupa Í körfu

Eldglæringar, blossar og roknaskruggur fylgdu gjörningaveðri í Biskupstungunum ELDINGAR skutu mönnum og dýrum skelk í bringu og húsin nötruðu undan þrumunum í gjörningaveðri sem gekk yfir Biskupstungurnar á sunnudagskvöld. Raftæki skemmdust, innstungur sviðnuðu í veggjum og á einum bæ kviknaði á peru í ljósastaur, sem væri ekki óvenjulegt nema fyrir þá sök að staurinn er alls ekki tengdur við rafmagn. MYNDATEXTI: Gróa og Guðný Grímsdætur, bændur á Ketilvöllum, á bæjarhlaðinu. Fyrir aftan þær er ljósastaurinn sem lýsti í þrumuveðrinu þrátt fyrir að hafa ekki verið tengdur við rafmagn um langa hríð. ____________________________________________ (bæirnir Miðdalskot og Ketilvellir eru í Laugardal og tilheyrðu áður hinum gamla Laugardalshreppi. Hægt er að skilja fréttina á þann veg að bæirnir séu í Biskupstungum, en sá hreppur tilheyrir nú Bláskógarbyggð eins og Laugardalshreppur.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar