Ný brú yfir Staðará

Guðrún G. Bergmann

Ný brú yfir Staðará

Kaupa Í körfu

FRÁ ÞVÍ um miðjan maí hefur brúarvinnuflokkur frá Hvammstanga unnið að gerð tvíbreiðrar brúar á Staðará í Staðarsveit. Brúarsmiður er Guðmundur Sigurðsson en aðstoðarmaður hans Sigurður Hallur Sigurðsson sagði að smíði brúarinnar yrði væntanlega lokið í næstu viku. Ekki verður hún þó opnuð fyrir umferð fyrr en um miðjan ágúst því steypan þarf að standa lengur til að jafna sig og herðast áður en umferð er hleypt á brúna. Með tvíbreiðri brú eykst umferðaröryggið á vegi 54 á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar