Unglingar í Regnboganum

Arnaldur Halldórsson Sími 893-1353

Unglingar í Regnboganum

Kaupa Í körfu

GLEÐI og glaumur réðu ríkjum í Hlíðaskóla í gær þegar unglingarnir í Regnboganum héldu Regnbogahátíð. Litið var yfir farinn veg sumarsins og glaðst yfir ánægjulegum samvistum og góðri vinnu. Ýmis skemmtiatriði voru flutt og tóku bæði starfsmenn og leiðbeinendur þátt í þeim flutningi við mikinn fögnuð viðstaddra. Veittur var fjöldi verðlauna fyrir ýmis afrek í starfi. Boðið var upp á andlitsmálningu og léttar veitingar auk þess sem keppt var í boccia og keilu. Regnboginn, sem á rætur að rekja aftur til ársins 1999, er samstarfsverkefni vinnuskólans og ÍTR. Um er að ræða atvinnutengt tómstundaúrræði fyrir fatlaða unglinga þar sem þeim er gefinn kostur á að vinna við hlið annarra unglinga í vinnuskólanum. Miðgarður og Félagsþjónustan koma einnig að verkefninu. MYNDATEXTI: Unglingarnir í Regnboganum voru litskrúðugir eins og vera ber.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar