Hackeysack

Arnaldur Halldórsson Sími 893-1353

Hackeysack

Kaupa Í körfu

LITLIR knettir úr rúskinni og leðri, fylltir grjónum eða sandi, leika lausum hala á almenningstúnum borga og bæja á sumrin. Í útlandinu kallast þeir hackey-sacks og sums staðar footbags, en nýyrðadeild kvikmyndafélagsins Lorts hefur nefnt þá upp á íslensku fótpoka. Félagarnir í Lorti eru einmitt forfallnir áhugamenn um fótpoka og eru mennirnir á bakvið fyrsta liðamótið í fótblaki sem fram fer á morgun. Er það íþróttadeild félagsins, Sportlortur, sem stendur fyrir mótinu. MYNDATEXTI. Alvöru fótpokar fást ekki hérlendis, sem Lorts-mönnum þykir í meira lagi skrýtið. Þeir pöntuðu sína frá Danmörku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar