FH - Fylkir 1:2

Árni Torfason

FH - Fylkir 1:2

Kaupa Í körfu

Fylkir sigraði FH, 1:2, í Hafnarfirði í 13. umferð Landsbankadeildar karla í gær. Með sigrinum halda Árbæingar sér á toppnum en FH situr í fimmta sæti. Ef FH hefði sigrað hefði aðeins munað tveimur stigum á liðunum og Hafnfirðingar átt ágætis möguleika á að blanda sér í baráttuna um titilinn. Í staðinn munar átta stigum á liðunum og ljóst að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn mun verða milli Fylkis og KR. Munurinn á liðunum í gær lág í nýtingu færanna. Myndatexti: Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, reynir að ná boltanum af Fylkismanninum Ólafi Inga Skúlasyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar