Vala Flosadóttir

Halldór Kolbeins

Vala Flosadóttir

Kaupa Í körfu

Bikarmeistaratitill frjálsíþróttasambands Íslands fór á kunnuglegar slóðir, því FH varð bikarmeistaritíunda árið í röð. En Hafnfirðingarnir þurftu hins vegar að hafa fyrir gullinu í ár og fengu harða keppni frá Breiðabliki og UMSS. Lokaniðurstaðan var sú að lið bikarmeistara FH fékk 171,5 stig, Breiðablik fékk 162 stig, UMSS fékk 158 stig og lið ÍR varð síðan í 4. sæti með 126 stig. Mikil rigning setti svip sinn á keppnina en keppendur létu það lítið aftra sér í spennandi keppni. Myndatexti: Vala Flosadóttir náði ekki lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið í París og mun hún reyna aftur við það á móti í Malmö.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar