Votlendi

Birkir Fanndal

Votlendi

Kaupa Í körfu

Í Sumar var hafist handa við að færa Framengjar, sem eru suður af Mývatni, til fyrra horfs með því að moka ofan í framræsluskurði. Á svæðinu, sem í heild er um 8 ferkílómetrar, eru nær 10 km af skurðum og verður nú rutt ofan í um 2/3 þeirra. Þetta verk er unnið fyrir forgöngu Ingólfs Jóhannessonar frá Skútustöðum, en kostað að mestu af Vegagerð ríkisins sem þannig uppfyllir skyldur sínar um að skila votlendi fyrir það sem spillist við vegagerð. Myndatexti: Marteinn Sigurðsson, vélamaður á Hálsi í Kinn, er með beltagröfu úti á votlendinu. Hann sneiðir fimlega gamla uppmoksturinn og veltir honum ofaní skurðina. Hér virðir hann fyrir sér einn skurðinn. Ingólfur Á. Jóhannesson er fjær. Hann færir Marteini hádegisverð á engjarnar því engjavegurinn er torfær og tafsöm gönguleið og aðeins stígvélatækur.Myndtexti 064Horft yfir Framengjar. Sveitarfjöllin Bláfjall til vinstri og Sellandafjall til hægri. Til þeirra eru 10-15 km

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar