Sorpbíll

Steinunn Ásmundsdóttir

Sorpbíll

Kaupa Í körfu

Nýr sorphirðubíll hefur verið tekinn í notkun á Austur-Héraði. Hann kostaði á tíundu milljón króna og pressar mikið magn sorps, sem síðan er urðað í gryfju í Tjarnarlandi á Egilsstöðum. Það er fyrirtæki hjónanna Eysteins Einarssonar og Magneu Herborgar Jónsdóttur, Sorpstöð Mið-Héraðs, sem sér um sorphirðu á Austur-Héraði og víðar í nágrannasveitarfélögum. Þau segja nýja bílinn algera byltingu í sorphirðu. Sérstakar sorptunnur eru nú hjá heimilum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu og er sorp hirt á tíu daga fresti, í stað hverrar viku áður. Þá hefur verið sett upp sérstök bílavog við fyrirtæki þeirra sem vigtar magn sorps frá fyrirtækjum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar