Tálguhnífur

Árni Torfason

Tálguhnífur

Kaupa Í körfu

ÞEKKING á skóginum veitir þeim sem vilja ná árangri í að tálga meiri ánægju af handverkinu, að sögn Ólafs Oddssonar, fræðslufulltrúa Skógræktar ríkisins og kennara á námskeiðum á vegum Garðyrkjuskóla ríkisins og Skógræktarinnar, sem haldin hafa verið víða um land frá árinu 1999 undir heitinu Lesið í skóginn - tálgað í tré. Ásamt Ólafi sér Guðmundur Magnússon, kennari og handverksmaður, um kennslu á námskeiðinu. Upphafið að námskeiðunum má rekja til skógardaga sem Skógræktin stóð fyrir á árunum 1998 og 1999, en þá voru handverksmenn t.d. fengnir til að vinna blautan við beint úr skóginum. "Þarna sá fólk þetta beina samband og okkur Guðmundi datt í hug að búa til námskeið fyrir almenning þar sem áhersla væri lögð á að lesa í skóginn," segir Ólafur. MYNDATEXTI: Tálguexi er nauðsynlegt verkfæri handverksfólks.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar