Föstudagsmarkaður í Borgarnesi

Guðrún Vala Elísdóttir

Föstudagsmarkaður í Borgarnesi

Kaupa Í körfu

VIÐ suðurinnganginn á Hyrnutorginu hafa á föstudögum í sumar staðið nokkrar konur í tjaldi með varning til sölu. ,,Við seljum allt á milli himins og jarðar," segja þær og benda á úrvalið á söluborðinu. Þar er að finna heimalagað marmelaði, sultu ýmiss konar ásamt niðursoðnu og súrsuðu grænmeti. Þær selja einnig reyktan lax, kleinur, flatkökur, vínarbrauð og snúða auk handverks af ýmsu tagi og nú hafa nýtínd ber bæst við varninginn. Myndatexti: Ólöf Geirsdóttir, Þórunn Árnadóttir og Kolbrún Anderson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar