Tryggvi Jónsson og Árni Magnússon félagsmálaráðherra

Þorkell Þorkelsson

Tryggvi Jónsson og Árni Magnússon félagsmálaráðherra

Kaupa Í körfu

Árni Magnússon félagsmálaráðherra tók á dögunum við lyklum úr hendi Tryggva Jónssonar, forstjóra Heklu, að nýrri ráðherrabifreið af gerðinni Skoda Superb Elegance. Árni kaupir bifreiðina sjálfur en frá árinu 1986 hefur hann alls átt fimm Skoda-bifreiðar. Samkvæmt upplýsingum frá Heklu er þetta fyrsti ráðherrabíllinn á Íslandi af Skoda-gerð, 193 hestöfl og kostaði um 3,5 milljónir króna. Dæmi eru um að ráðherrar í Tékklandi aki um á svona bílum, sem eru þeir dýrustu sem Skoda framleiðir í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar