Innvortis frá Húsavík

Jim Smart

Innvortis frá Húsavík

Kaupa Í körfu

Tónleikaröðin "The Gig" sett upp í annað sinn. Sá er henni stýrir er Hollendingur nokkur að nafni Eric van Munsteren og hefur tónleikaröðin því eðlilega heimaland á hollenska barnum Boomkikker í Hafnarstræti! Ætlunin er að tónleikar sem þessir verði hvern fimmtudag og er ókeypis inn. Er röðin öðrum þræði ætluð sem vettvangur fyrir ungar og óreyndar sveitir að spreyta sig. Síðasta fimmtudag spilaði tuddarokksveitin góðkunna Innvortis og var stemningin bara býsna sveitt eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar