Bíbí og blakan

(C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson

Bíbí og blakan

Kaupa Í körfu

HUGLEIKUR sýndi á laugardag hina samanþjöppuðu og glettnislegu óperu Bíbí og blökuna. Hér er á ferð íslensk smíð þeirra Þorgeirs Tryggvasonar, Sævars Sigurgeirssonar og Ármanns Guðmundssonar og segir verkið frá einmana íslenskri snót sem bíður ástarinnar þegar dularfullur Rúmeni stingur upp kollinum og stígur í vænginn við hana. Hann er þó ekki fyrr kominn en annar fylgir á eftir, og sá heldur því fram að Rúmeninn sé stórhættuleg vampýra - og verður einnig hugfanginn af snótinni örvingluðu. MYNDATEXTI. Brosmild eftir blóðsuguóperu: Þröstur Jensson, Hanna Hallgrímsdóttir, Adda Steina Björnsdóttir og Þórir Guðmundsson virtust ekki skelfd þó vampýrur væru á sveimi í Borgarleikhúsinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar