Lakkrísverksmiðja

Steinunn Ásmundsdóttir

Lakkrísverksmiðja

Kaupa Í körfu

Í ÁLFTAFIRÐI starfrækir Sælgætisgerðin Freyja lakkrísverksmiðju. Djúpavogshreppur og nokkrir einstaklingar keyptu verksmiðjuna úr Eyjafirði árið 2000 og fluttu í Álftafjörð en treglega gekk að koma afurðunum inn á markað þangað til Freyja tók við verksmiðjunni. Nú vinna þrír starfsmenn við lakkrísgerðina, hjónin Ásgeir Ásgeirsson og Jóna Þormóðsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir. Félagsheimili Álftfirðinga er notað undir lakkrísgerðina og leggur ilminn þaðan vítt um sveitina. MYNDATEXTI. Hjónin Jóna Þormóðsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson með dóttur sinni Söndru Maríu. Þau vinna að lakkrísframleiðslu í Álftafirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar