Bundið slitlag á Mývatnsheiði

Birkir Fanndal Haraldsson - BHF

Bundið slitlag á Mývatnsheiði

Kaupa Í körfu

HAFIN er lagning bundins slitlags á Mývatnsheiði. Verktaki á heiðinni er Ístak og sér nú loks fyrir endann á verki þeirra sem er 13 km vegur frá Reykjadalsá að Helluvaði. Verklok eiga að verða nú 1. september en varla stenst það alveg. Verkið hófst fyrir tveim árum og hefur reynt á þolrifin í verktakanum, ferðamönnum og Mývetningum þar sem vinnan hefur fallið öll á þyngsta umferðartímann hér. En það mun fljótt gleymast þegar verki er lokið. Nú er mikilvægast að vegfarendur sýni tillitssemi við verktakann á þessum síðasta áfanga. Borgarverk í Borgarnesi sér um að leggja slitlagið. Þeir voru hressir í sólinni Borgnesingarnir Axel Guðni, Óskar og Ívar, þar sem þeir biðu eftir næsta malarbíl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar