Guðrún Einarsdóttir

Jónas Erlendsson

Guðrún Einarsdóttir

Kaupa Í körfu

ÞEGAR heyskap lýkur hjá bændum er oft einhver tími laus fram að smalamennskunni og öðrum haustverkum. Þennan tíma nota bændur til að lagfæra og fegra umhverfi sitt sem getur verið með ýmsu móti. Á Götum í Mýrdal var Guðrún Einarsdóttir að mála þakið á fjárhúshlöðunni þegar fréttaritari Morgunblaðsins átti þar leið um á dögunum enda hefur verið sól og blíða undanfarna daga, og til þess að hún þyrfti ekki að fara upp á þak með tilheyrandi loftfimleikum og áhættu hafði hún fest saman mörg sköft til að ná með rúllunni upp á mæni. MYNDATEXTI. Guðrún Einarsdóttir að mála hlöðuþakið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar