Meistarar Hróksins

Jim Smart

Meistarar Hróksins

Kaupa Í körfu

Í TILEFNI af sigri Hróksins á meistaramóti norrænna skákfélaga á dögunum bauð félagið vinum og velunnurum til móttöku í Íslensku óperunni þar sem sigurliðið var heiðrað. Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, segir að sigur á mótinu hafi verið þeim mun sætari þar sem Hrókurinn hafi verið með þriðja stigahæsta liðið í keppninni. "Þetta var fyrsta alþjóðlega keppnin sem við tökum þátt í og þetta var í fyrsta sinn sem Jóhann Hjartarson tefldi í okkar sveit þannig að þetta var í alla staði mjög sætur og ánægjulegur sigur og þá sérstaklega að geta fagnað þessum sigri rétt fyrir fimm ára afmæli Hróksins sem verður í september." Á myndinni eru í neðri röð f. v. Jóhann Hjartarson, Tómas Björnsson, Róbert Harðarson. í efri röð f.v. eru Stefán Kristjánsson, Páll Þórarinsson, Hrafn Jökulsson forseti félagsins og Ingvar Þór Jóhannesson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar