Ábyrgir feður mótmæla

Árni Torfason

Ábyrgir feður mótmæla

Kaupa Í körfu

Félag ábyrgra feðra efndi til mótmælastöðu hjá sýslumanninum í Hafnarfirði FÉLAG ábyrgra feðra stóð fyrir mótmælum hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði í gær og fulltrúa sýslumanns var afhent bréf með mótmælum frá félaginu. Að sögn Garðars Baldvinssonar, formanns Félags ábyrgra feðra, var tilgangur mótmælanna að árétta að í forsjár- og umgengnismálum eigi hagsmunir barnanna ávallt að vera í fyrirrúmi en að mati félagsmanna er of lítið tillit tekið til feðra og mikilvægis þess að feður njóti umgengni við börn sín. Garðar segir mótmælin hafa verið hjá sýslumanninum í Hafnarfirði að þessu sinni sökum þess að ýmis ummæli, sem starfsmenn á vegum embættisins hafi látið falla, gangi of langt í að verja hagsmuni einstæðra mæðra. Hann segir þetta þó ekki bundið við sýslumannsembættið í Hafnarfirði heldur hafi félagsmenn rekið sig á þetta viðhorf víðar. MYNDATEXTI: Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra (til vinstri á myndinni) afhenti í gær Guðmundi Örvari Bergþórssyni, yfirmanni sifjadeildar hjá sýslumanninum í Hafnarfirði, mótmæli fyrir hönd félagsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar