Leikfimisæfingar aldraðra

Jim Smart

Leikfimisæfingar aldraðra

Kaupa Í körfu

UNDANFARNA þrjá daga hefur Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra staðið fyrir námskeiði um heilsurækt og líkamsþjálfun fyrir eldri borgara. Á námskeiðinu hefur verið farið yfir fræðilega þætti líkamsþjálfunar og færni, grunnþjálfun, forvarnir gegn færnisskerðingu og sjúkdómum, hagnýta líkamlega þjálfun, upphitun og fleira. Fjöldi fólks sem starfar við umönnun aldraðra hefur sótt námskeiðið og undirtektir verið afar góðar. MYNDATEXTI. Þátttakendur prófuðu ýmsar leikfimiæfingar sem ætlaðar eru til að bæta þol og þrek aldraðra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar