Íslandsmót 4. flokks

Sigurður Sigmundsson

Íslandsmót 4. flokks

Kaupa Í körfu

ÍSLANDSMÓTIÐ í 4. flokki karla í knattspyrnu, 7 manna liðum, fór fram á Flúðum á laugardag og sunnudag. Fimm lið kepptu til úrslita, frá Vopnafirði, Grundarfirði, Bolungarvík, Siglufirði og úr Hrunamannahreppi. Fimm leikir fóru fram hvorn dag og var leiktími 60 mín.(2x30 mín) Eftir skemmtilega baráttu og knáleg tilþrif hjá strákunum fóru leikar svo að Hrunamenn urðu í fyrsta sæti, Grundfirðingar í öðru, Vopnfirðingar í þriðja, Bolvíkingar í fjórða sæti og Siglfirðingar höfnuðu í fimmta sæti. Nokkur hópur foreldra fylgdi með drengjunum, svo sem venja er, og létu vel af dvölinni og veðurblíðunni á Flúðum og skemmtilegri keppni. MYNDATEXTI. Þrjú efstu liðin. F.v. Grundfirðingar, Hrunamenn og Vopnfirðingar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar