Landvörslu lokið

Birkir Fanndal Haraldsson

Landvörslu lokið

Kaupa Í körfu

Á MÁNUDAGINN lauk vertíð landvarða í Mývatnssveit á þessu sumri og hafa þeir sjaldan haft hér minna umleikis á einu sumri. Samtals voru nú unnar tæpar 30 mannvikur í Mývatnssveit. MYNDATEXTI. Bergþóra Kristjánsdóttir, yfirlandvörður frá Heiði, lítur yfir hverasvæðið við Námafjall í síðasta sinn á þessu sumri. Alla daga frá morgni til kvölds er straumur ferðamanna sem dást að leirpyttum og gufuhverum í bland við óvenjuleg litbrigði jarðarinnar. Gangstígar og girðingar sem landverðir setja upp og viðhalda sjá til þess að lítið er um brunaslys á svæðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar