Nýja Þjórsábrúin í smíðum

Nýja Þjórsábrúin í smíðum

Kaupa Í körfu

SMÍÐI nýju Þjórsárbrúarinnar gengur vel, og að sögn Valgeirs Þórðarsonar, verkstjóra hjá Norma, sem sér um verkið, er nú búið að steypa hábogann og næst á dagskrá að leggja bitana sem fara undir veginn. Veggólfið er síðan lagt ofan á bitana. Áætlað er að ljúka smíði brúarinnar í lok september. Athygli vekur hvernig nýja brúin er lögð á annan hátt en sú gamla. Sú eldri hangir á boganum, en sú nýja liggur ofan á boganum sem búið er að leggja yfir ána. Sjá má á myndinni undirstöður vegarins sem liggja mun út á bogann. Með þeim hætti verður vegurinn í meiri hæð yfir ánni, og ekki þarf að keyra niður brekku nærri henni, líkt og við aðkomuna að gömlu brúnni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar