Foo Fighters tónleikar í Laugardalshöllinni

Árni Torfason

Foo Fighters tónleikar í Laugardalshöllinni

Kaupa Í körfu

Áhorfendur á tónleikum Foo Fighters í Laugardalshöllinni vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar forsprakki sveitarinnar, Dave Grohl, hóf tónleikana á því að lýsa heimsókn sinni á Stokkseyri. Við svo búið kynnti hann á svið hljómsveitina Nilfisk, sem Foo Fighters hafði heimsótt á æfingu á mánudagskvöldið. Nilfisk spilaði eitt lag við góðar undirtektir áhorfenda en áður höfðu hljómsveitirnar Vínyll og My Morning Jacket hitað upp. Myndatexti: Kristinn Júníusson, söngvari Vínyls, á sviðinu í Laugardalshöllinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar