Viðistaðatún nýtt útivistarsvæði

Jim Smart

Viðistaðatún nýtt útivistarsvæði

Kaupa Í körfu

Nýtt útivistarsvæði tekið í notkun á Víðistaðatúni NÝTT útivistarsvæði á Víðistaðatúni í Hafnarfirði var formlega tekið í notkun við afar litríka og gleðilega athöfn í gær. Útivistarsvæðið, sem hefur hlotið nafnið Hraungerði, er hannað, útfært og unnið í samvinnu nokkurra kennaramenntunarstofnana á Norðurlöndunum. Samstarf stofnananna, Norræna menningarnetið, felst í því að miðla fræðslu um listir og menningu og standa fyrir gerð sérhannaðra útivistar- og leiksvæða í þátttökulöndunum. Um fimmtíu kennarar og kennaranemar frá öllum Norðurlöndunum tóku þátt í verkefninu og komu saman í hálfa aðra viku til að vinna verkið, fræðast um listir og menningu og efla uppeldislega þekkingu. Naut hópurinn leiðsagnar listamannsins Halldórs Ásgeirssonar, sem kenndi þeim á ýmis tól og tæki og aðferðir í sköpun og mótun efnis. MYNDATEXTI: Álfadrottningin var hin sköruglegasta og vakti mikla kátínu með blómlegri framkomu sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar