Blómakarfa

Steinunn Ásmundsdóttir

Blómakarfa

Kaupa Í körfu

GUÐRÚN Sigurðardóttir, handverkslistakona á Egilsstöðum, hefur um árabil glatt heimamenn og ferðafólk á Egilsstöðum með litskrúðugum blómakörfum sem standa vítt um bæinn til yndisauka. Körfurnar eru að uppistöðu úr fléttuðum birkigreinum og skiptir hún út blómum í körfunum á hverju vori. Erlendir ferðamenn sjást gjarnan mynda þessar körfur í bak og fyrir og má af þeim sökum gera ráð fyrir að hugmyndin hafi verið tekin í notkun víðar í heiminum en á Egilsstöðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar