Björn Bjarnason heimsótti Landhelgisgæsluna

Björn Bjarnason heimsótti Landhelgisgæsluna

Kaupa Í körfu

BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra heimsótti Landhelgisgæsluna ásamt fylgdarliði á mánudag. Ráðherrann skoðaði varðskipið Tý og hélt þaðan í höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar að Seljavegi í Reykjavík og heilsaði upp á starfsfólk og skoðaði stofnunina. Þá var haldið út á Reykjavíkurflugvöll og fluggæslan skoðuð. Ráðherra lauk heimsókninni á þyrluflugi með TF-LÍF og var myndin tekin að lokinni flugferð, ráðherra sést hér fremstur á mynd ásamt Hafsteini Hafsteinssyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar