Trefjar

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Trefjar

Kaupa Í körfu

TREFJAR ehf. hefur undanfarin ár unnið markvisst að því að sækja inn á erlenda markaði með sölu á trefjaplastsbátum undir vörumerkinu Cleopatra. Það starf hefur skilað góðum árangri og auðveldað fyrirtækinu að jafna sveiflur í greininni, sem ekki síst koma til vegna breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fyrir nokkrum árum var mikill vöxtur í framleiðslu fyrirtækisins á sex tonna trefjaplastsbátum en vegna breytinga sem tóku gildi í fyrra hefur eftirspurnin hrunið en þess í stað hefur sala og smíði 15 tonna báta aukist eftir nokkra lægð. Að sögn þeirra Auðuns Óskarssonar, framkvæmdastjóra Trefja, og Högna Bergþórssonar, tæknilegs framkvæmdastjóra, eru slíkar breytingar þó ekki einsdæmi hér á landi og segja þeir að ítarleg þekking á fiskveiðistjórnunarkerfum í löndum Evrópu sé grundvöllur vel heppnaðrar markaðssetningar í viðkomandi landi. MYNDATEXTI: Auðunn Óskarsson frkvstj Trefja ehf og Högn Bergþórsson tæknilegur framkvæmdastjóri í fremleiðslusal Trefja í Hafnarfirði þar sem starfa rúmlega 30 manns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar