Norðurál og Orkuveitan

Norðurál og Orkuveitan

Kaupa Í körfu

Vel miðar í viðræðum orkufyrirtækjanna vegna stækkunar Norðuráls FORRÁÐAMENN Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja funduðu í gær með fulltrúum Norðuráls um mögulega orkuöflun til stækkunar álversins. Að fundi loknum voru menn bjartsýnir á að fyrirtækin gætu útvegað þá orku sem til þyrfti, eða um 150 MW. Að sögn Guðmundar Þóroddssonar, forstjóra OR, eru góðir möguleikar á að fyrsta orkuafhending til Norðuráls geti orðið í nóvember 2005 með stækkun Nesjavallavirkjunar og síðan í áföngum fram eftir árinu 2006 með Hellisheiðarvirkjun og orku frá Reykjanesi. Norðurálsmenn telja jákvætt skref hafa verið stigið í gær en málið sé ekki komið á leiðarenda. MYNDATEXTI: Létt var yfir samningamönnum á fundi orkufyrirtækjanna tveggja með Norðuráli í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur í gær. Vinstra megin á myndinni eru Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Norðuráls, og Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, og gegnt þeim sitja Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar