Sneiðingur í gljúfrum Kárahnjúka

Sigurður Aðalsteinsson

Sneiðingur í gljúfrum Kárahnjúka

Kaupa Í körfu

LANDSVIRKJUN hefur undirritað samninga við Fosskraft JV (E. Phil & Søn, Hochtief Construction AG, Íslenska aðalverktaka og Ístak hf.) um gerð stöðvarhússhvelfingar Kárahnjúkavirkjunar. Þessir aðilar áttu lægsta tilboð í verkið og er samningurinn gerður á grundvelli þess. Upphæð hans er um 8,3 milljarðar króna. Friðrik Sophusson forstjóri undirritaði samninginn f.h. Landsvirkjunar en f.h. Fosskrafts undirrituðu Sören Langvad, E. Phil & Søn, Harald Wolf og Robert Simoni, Hochtief, Stefán Friðfinnsson, ÍAV, og Loftur Árnason, Ístaki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar