Fjósið á Syðri-Bægisá

Kristján Kristjánsson

Fjósið á Syðri-Bægisá

Kaupa Í körfu

Helgi Steinsson bóndi á Syðri-Bægisá í Hörgárbyggð hefur unnið að endurbótum á fjósi sínu undanfarnar vikur. Skipt hefur verið um milligerði, sett upp nýtt mjaltakerfi á braut og í gær var fjósið malbikað. Myndatexti: Randver Gunnarsson og Kristján Árnason fengu að svitna duglega við að slétta malbikið í fóðurganginum, enda er efnið yfir 200 gráðu heitt þegar það er lagt. Malbikuð fjós eru nýjung hér á landi, en aðferðinni kynntist Kristján í Danmörku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar