Húsmúli 2003

Sigurdur Jökull Olafsson

Húsmúli 2003

Kaupa Í körfu

Einar Sigurðarson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í enduro LOKAUMFERÐ Íslandsmeistaramótsins í enduro fór fram nú um helgina í hringiðu haustlægðanna, sem gerði keppendum ekki auðvelt fyrir. Strax í prufuhringnum var ljóst að brautin var með því erfiðasta sem gerist í enduro. Íslensk þrautseigja lét þó ekki bugast og var akstursleiðum brautarinnar breytt á stöku stað þar sem tjarnir höfðu myndast í mýrinni. Af þeim 27 keppendum í meistaradeild sem tóku þátt í mótinu kláruðu aðeins 14 ökumenn báðar 90 mínútna umferðirnar, sem verður að teljast talsverð afföll. MYNDATEXTI: Viðurnefni Jóhanns Guðjónssonar "Jói Lucky", til hægri, dugði honum skammt þar sem hann sat fastur ásamt öðrum keppendum með stýrið rétt standandi uppúr. Náði hann þó að losa sig og ná öðru sætinu og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í ár í b-deild.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar