Han Nefkens

Jim Smart

Han Nefkens

Kaupa Í körfu

Þeir eru ekki margir sem safna list fyrst og fremst til að lána hana svo aðrir geti notið hennar, en einn slíkur safnari heimsótti þó Ísland á dögunum. ÞEGAR Han Nefkens er beðinn um að segja deili á sér, brosir hann og segist tæpast vita hver hann er. "Ég hef verið að reyna að komast að því allt mitt líf og hef enn ekki komist að niðurstöðu. En ég hef starfað sem blaðamaður þótt undanfarin ár hafi að mestu farið í að skrifa skáldskap." En hvernig kemur það til að þú ferð að safna myndlist með markvissum hætti? "Ég hef alltaf haft gaman af fallegum hlutum," svarar Nefkens, "og þykir gott að hafa þá í kringum mig, svo þessi áhugi hefur fylgt mér lengi. MYNDATEXTI: Han Nefkens var óánægður með ávöxtun síns punds á hlutabréfamarkaði og fjárfestir nú í samtímalistum í staðinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar