Roðlaust og beinlaust
Kaupa Í körfu
ÞAÐ ríkti hálfgerð jólastemning í Ólafsfirði nýverið þegar áhöfnin á Kleifabergi ÓF tók sig til og mætti í jólasveinabúningum niður við höfn, enda eru þar á ferðinni sérlega söngelskir sveinar! Áhöfnin skipar hljómsveitina Roðlaust og beinlaust, sem gaf út plötu í fyrra. Lag af þeirri plötu, "Í friði og ró", var mikið spilað í útvarpinu og í raun eitt það mest spilaða á Íslandi fyrir síðustu jól. Vegna þessara vinsælda ákvað hljómsveitin að gera myndband við lagið og var það tekið upp í höfninni í Ólafsfirði og einnig úti á sjó. Gerði áhöfnin sér lítið fyrir og brá sér í jólasveinabúninga og höfðu með sér ýmiss konar skraut út á fjörð. Vakti þetta uppátæki sveinanna mikla athygli og verður spennandi að sjá afraksturinn þegar nær dregur jólum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir