Sharon Hrynkow

Jim Smart

Sharon Hrynkow

Kaupa Í körfu

Níu manna sendinefnd æðstu stjórnenda og sérfræðinga frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni (The National Institute of Health) sem heyrir undir bandaríska heilbrigðisráðuneytið komu hingað til lands í framhaldi af viljayfirlýsingu sem bandarísk og íslensk heilbrigðisyfirvöld undirrituðu í fyrra um samstarf þjóðanna á sviði heilbrigðismála. Markmiðið er einkum að auka samstarf vísindamanna landanna og er heimsóknin nú liður í að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd. Bandaríska sendinefndin skoðaði m.a. starfsemi í Hjartaverndar, Íslenskrar erfðagreiningar og Bláa lónið. Myndatexti: Sharon Hrynkow, aðstoðarforstjóri bandarísku heilbrigðisstofnunarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar