Cadillac Eldorado, árgerð 1968

Cadillac Eldorado, árgerð 1968

Kaupa Í körfu

Aðalsteinn Ásgeirsson á þrjá eðalvagna frá Cadillac AÐALSTEINN Ásgeirsson er mikill áhugamaður um Cadillac, en hann rekur bílaverkstæði í Kópavogi undir nafninu Hjá Steina og er eigandi hvorki meira né minna en þriggja Cadillac-bíla og tvo þeirra hefur hann gert upp frá grunni. Þar er um að ræða Cadillac Sedan de Ville árgerð 1960, Cadillac Eldorado árgerð 1968 og Eldorado árgerð 1992. Ástæðan fyrir áhuganum á Cadillac er einföld, að sögn Aðalsteins, þetta séu einfaldlega bestu bílar sem framleiddir hafi verið. MYNDATEXTI: Cadillac Eldorado, árgerð 1968, en þá var komið framdrif í bílana. Þessi bíll er með 472 cc vél sem skilar 375 hestöflum og vélarhlífin er ein sú lengsta sem sést hefur á fólksbílum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar