KE/Grótta - Fram 21:21

Þorkell Þorkelsson

KE/Grótta - Fram 21:21

Kaupa Í körfu

KRISTINN Björgúlfsson tryggði Gróttu/KR sitt fyrsta stig á Íslandsmótinu í handknattleik karla er hann jafnaði metin, 21:21, þegar fimm sekúndur voru eftir af viðureign Gróttu/KR og Fram í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Nokkrum andartökum áður en Kristinn barg stiginu hafði Egidius Petkevisius varið vítakast frá félaga Kristins, Savukynas Gintaras. Mark Kristins kom í veg fyrir að Framarar hefðu fullt hús stiga eftir þrjá leiki í norðurriðli. MYNDATEXTI: Hafsteinn Ingason, leikmaður Fram, kominn framhjá Páli Þórólfssyni og í skotstöðu gegn Hlyni Morthens, markverði Gróttu/KR, í fyrri hálfleik í viðureign liðanna í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar