MS félagið 35 ára

Árni Torfason

MS félagið 35 ára

Kaupa Í körfu

MS-FÉLAG Íslands stóð fyrir opnu húsi í tilefni af 35 ára afmæli félagsins um helgina. Var þar afhjúpuð brjóstmynd af taugalækni félagsins, John E. G. Benedikz sem Gerður Gunnarsdóttir listakona gerði fyrir félagið. Í frétt frá félaginu segir að John hafi unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið sem sjálfboðaliði til fleiri ára. Hann var gerður heiðursfélagi MS-félagsins á 30 ára afmæli þess árið 1998. Á myndinni er Vilborg Traustadóttir, Tristan og Ísak, sem afhjúpuðu brjóstmyndina, ásamt listakonunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar