Alfa Romio

Alfa Romio

Kaupa Í körfu

ALFA Romeo 156 kom fyrst á markað 1997 og vakti strax mikla athygli fyrir glæsilega hönnun og skemmtilega aksturseiginleika. Ekki skemmdi verðið heldur fyrir bílnum því með samningum við ítalska framleiðandann fengust bílar hingað til lands í gegnum Danmörk þar sem verð frá framleiðendum var mun lægra en á öðrum mörkuðum. Íslendingar nutu sem sagt góðs af óhóflegri skattlagningu bíla í Danmörku og gera það ennþá. MYNDATEXTI: Nýja JS-vélin er aflmeiri en menn eiga að venjast miðað við stærð

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar