Menntaskólinn við Sund

Brynjar Gauti

Menntaskólinn við Sund

Kaupa Í körfu

Rafræn tafla notuð í Menntaskólanum við Sund Vogahverfi | Í Menntaskólanum við Sund er hafin notkun á rafrænum töflum sem eru byltingarkennd nýjung, a.m.k. ef miðað er við hefðbundnar tússtöflur og gömlu krítartöflurnar. Nýju töflurnar sameina alla miðlunartækni sem hægt að er nota við kennslu og gera kennaranum kleift að tengja saman á töflunni glærur, upplýsingar af Netinu, kort af dvd-diskum og í raun hvað sem er á tölvutæku formi. MYNDATEXTI: Ágúst stærðfræðikennari útskýrir föll fyrir nemendum við nýju stafrænu töfluna. Á töflunni er einnig heimasíða skólans og klukka efst sem telur niður mínúturnar í kennslustundinni, svo fátt eitt sé talið af möguleikunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar