Jean Michel Roux leikstjóri

Þorkell Þorkelsson

Jean Michel Roux leikstjóri

Kaupa Í körfu

Háskólabíó sýnir Rannsókn á huliðsheimum EINS og segir í kynningu vakti myndin Rannsókn á huliðsheimum (Enquête sur le monde invisible) gríðarlega athygli á hinni virtu kvikmyndahátíð í Toronto sem nú er nýliðin. Myndin er tekin hérlendis, er alfarið á íslensku og áhorfendur í Toronto horfðu þannig í forundran á venjulega Íslendinga lýsa kynnum sínum af álfum og huldufólki eins og ekkert væri sjálfsagðara. Í kvöld verður myndin frumsýnd hérlendis í Háskólabíói og er leikstjórinn, Jean Michel Roux, kominn hingað til lands til að vera viðstaddur sýninguna. Mun hann ennfremur sitja pallborðsumræður um myndina kvöldið eftir. Í spjallinu hér á eftir kemur m.a. fram að Roux er afar spenntur að sjá hverjar viðtökur Íslendinga sjálfra verða við þessari nýstárlegu heimildamynd hans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar