Perlan og Leikfélag Reykjavíkur

Perlan og Leikfélag Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

LEIKHÓPURINN Perlan undirritaði í gær samstarfssamning við Leikfélag Reykjavíkur um afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga. Í samningnum felst að Perlan fær aðstöðu til æfinga í leikhúsinu einu sinni í viku, og til tveggja til þriggja sýninga á ári. Sigríður Eyþórsdóttir leikstjóri Perlunnar segir samninginn mikinn sigur fyrir leikhópinn og um leið viðurkenningu á þeirra starfi. "Þetta er langþráður draumur og ég er með gleðifiðring í maganum. Þetta er líka stórt skref í jafnréttisátt fyrir fatlaða listamenn." MYNDATEXTI: Sigríður Eyþórsdóttir og Guðjón Pedersen, leikhússtjóri LR, fagna ásamt Perluleikurum að undirritun lokinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar