Dorgveiðikeppni

Kristján Kristjánsson

Dorgveiðikeppni

Kaupa Í körfu

Níu lið mættu til leiks í árlega dorgveiðikeppni nemenda í auðlindadeild Háskólans á Akureyri, sem fram fór á ÚA-bryggjunni í leiðindaveðri sl. föstudag. Keppendur mæta jafnan með hin frumlegustu veiðarfæri til leiks, enda eru veitt verðlaun fyrir frumleika, mesta aflann og fallegasta fiskinn. Keppendur notuðu m.a. skíðastaf, kústskaft og herðatré við veiðarnar.Myndatexti: Jóhann Rúnar Sigurðsson á Tuðrunni, frumlegasta veiðarfærinu. Úr slöngunni dingluðu krókar en Jóhann var notaður til að þyngja og stýra. Félagar hans, Hákon Rúnarsson og Sindri Viðarsson, héldu í spotta á bryggjunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar