SSK færði fæðingardeild sjúkrahússins gjafir

Sigurður Jónsson

SSK færði fæðingardeild sjúkrahússins gjafir

Kaupa Í körfu

Samband sunnlenskra kvenna færði Sjúkrahúsi Suðurlands að gjöf tvö tæki, skoðunarlampa og "monitor" til notkunar á fæðingardeild. Andvirði gjafanna nemur 1,1 milljón. Sambandið er 75 ára í ár og eru gjafirnar afhentar í tilefni þess. Þórunn Drífa Oddsdóttir formaður SSK sagði mikilvægt í huga kvenfélagskvenna að stofnun eins og sjúkrahúsið væri vel tækjum búin. Esther Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fagnaði gjöfinni og sagði kvenfélagskonur mikinn stuðningsaðila stofnunarinnar sem sýndi hug sinn í verki á hverju ári með rausnarlegum gjöfum. MYNDATEXTI: Gjafir: Gefendur ásamt framkvæmdastjóra og fulltrúum starfsfólks.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar